Sport

Aaron Rodgers vill komast til New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Rodgers hefur spilað sinn síðasta leik með Green Bay Packers eftir átján ára feril með félaginu.
Aaron Rodgers hefur spilað sinn síðasta leik með Green Bay Packers eftir átján ára feril með félaginu. Getty/Quinn Harris/

Sagan endalausa af framtíðarplönum leikstjórnandans frábæra Aaron Rodgers virðist loksins vera að komast inn í lokakaflann.

Rodgers mætti í Youtube þátt Pat McAfee í gær og gaf þar loksins eitthvað bitastætt um hvar hans framtíð liggi.

Rodgers hefur verið að huga sig um í nokkra mánuði en hann er enn á samningi hjá Green Bay Packers. Kappinn hefur hótað því að hætta en það er alla vegna ljóst að hann verður ekki áfram hjá Packers.

Rodgers sagði frá því í þættinum í gær að hann vilji spila með New York Jets liðinu á næstu leiktíð en að Jets og Packers séu nú að komast að samkomulagi um leikmannaskipti.

Rodgers er orðinn 39 ára gamall og var launahæsti leikstjórnandi NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað í átján ár hjá Packers liðinu.

Hann hefur fjórum sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en vann sinn eina meistaratitil fyrir meira en áratug síðan.

Rodgers hitti forráðamenn Jets í Kaliforníu í síðustu viku. Hann sagðist í gær vera búinn að taka ákvörðun en liðin þyrftu bara að klára það sem þyrfti að klára.

„Síðan á föstudaginn var þá hef ég verið með það á kristaltæru að ég vilji spila á næsta tímabili og að ég ætli mér að spila fyrir New York Jets,“ sagði Aaron Rodgers í þætti Pat McAfee.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×