Geimveruneglur það nýjasta í naglatískunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Anne Hathaway er ein af þeim sem hefur komið geimverunöglunum á kortið. Getty/Instagram Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga. Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails)
Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00