Íslenski boltinn

Íslenskir dómarar dæma í norður-írsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna á Norður-Írlandi um helgina.
Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna á Norður-Írlandi um helgina. Vísir/Hulda Margrét

Íslenskt dómaratríó verður að störfum í norður írsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Helgi Mikael Jónasson, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs munu nefnilega dæma leik Cliftonville og Dungannon Swifts. Leikurinn fer fram á Solitude í Cliftonville 18. mars.

Heimamenn í Cliftonville eru í toppbaráttunni og í örðu sæti deildarinnar en það gengur verr hjá liði Dungannon sem er í næstneðsta sætinu.

Þetta er liður í dómaraskiptum á milli landanna, en norður írskir dómarar munu koma í sumar til landsins og dæma hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×