Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 22:15 Sigurmarkinu fagnað. EPA-EFE/Siu Wu Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu. Með sigri hefði Real getað hleypt verulegri spennu í toppbaráttuna þegar enn væru 12 umferðir eftir af La Liga. Það virtist sem það myndi raungerast sen strax á níundu mínútu leiksins varð Ronald Araújo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og gestirnir komnir yfir. Um var að ræða 9. markið sem Barcelona fær á sig í 26 deildarleikjum. Hélt Real forystunni allt þangað til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar Sergi Roberto, sá þarfi þjónn, jafnaði metin og sá til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. What a photo. pic.twitter.com/m96JxYwbw5— LaLigaTV (@LaLigaTV) March 19, 2023 Marco Asensio hélt hann hefði komið gestunum frá Madríd yfir á 81. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fimm mínútum fyrr. Eftir að markið var skoðað betur kom í ljós að um rangstöðu var að ræða og markið stóð því ekki. Staðan enn 1-1 og þannig var hún allt þangað til að tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá var komið að manninum sem hafði komið inn á fyrir Sergi Roberto á 77. mínútu, miðjumanninum Franck Kessié. Hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu í vetur en á 92. mínútu steig hann upp og renndi boltanum í netið eftir undirbúning vinstri bakvarðarins Alejandro Balde. #ElClásico #LaLigaSantander pic.twitter.com/QfhRgl7HDM— LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki og Barcelona vann dýrmætan 2-1 sigur á Nývangi. Stigin þrjú þýða að nú eru 12 stig milli liðanna í 1. og 2. sæti deildarinnar. Barcelona með 68 en Real aðeins 56 stig. Fótbolti Spænski boltinn
Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu. Með sigri hefði Real getað hleypt verulegri spennu í toppbaráttuna þegar enn væru 12 umferðir eftir af La Liga. Það virtist sem það myndi raungerast sen strax á níundu mínútu leiksins varð Ronald Araújo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og gestirnir komnir yfir. Um var að ræða 9. markið sem Barcelona fær á sig í 26 deildarleikjum. Hélt Real forystunni allt þangað til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar Sergi Roberto, sá þarfi þjónn, jafnaði metin og sá til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. What a photo. pic.twitter.com/m96JxYwbw5— LaLigaTV (@LaLigaTV) March 19, 2023 Marco Asensio hélt hann hefði komið gestunum frá Madríd yfir á 81. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fimm mínútum fyrr. Eftir að markið var skoðað betur kom í ljós að um rangstöðu var að ræða og markið stóð því ekki. Staðan enn 1-1 og þannig var hún allt þangað til að tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá var komið að manninum sem hafði komið inn á fyrir Sergi Roberto á 77. mínútu, miðjumanninum Franck Kessié. Hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu í vetur en á 92. mínútu steig hann upp og renndi boltanum í netið eftir undirbúning vinstri bakvarðarins Alejandro Balde. #ElClásico #LaLigaSantander pic.twitter.com/QfhRgl7HDM— LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki og Barcelona vann dýrmætan 2-1 sigur á Nývangi. Stigin þrjú þýða að nú eru 12 stig milli liðanna í 1. og 2. sæti deildarinnar. Barcelona með 68 en Real aðeins 56 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti