Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 18:00 Willum Þór Willumsson og félagar fagna. Twitter@GAEagles Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór hóf leik dagsins á varamannabekknum en var sendur inn á þegar tæpur hálftími var til stefnu, staðan þá 1-1. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Willum Þór það sem hann var sendur inn af bekknum til að gera, skilaði boltanum í netið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú. 90+4' - !!!Willum Willumsson krijgt de bal in het strafschopgebied voor zijn voeten en schiet ijskoud de 1-2 binnen!#UTRGAE 1-2 pic.twitter.com/ZK5JWLNe0m— Go Ahead Eagles (@GAEagles) March 18, 2023 Nýliðar G. A. Eagles lyfta sér þar með upp í 11. sæti deildarinnar með 29 stig að loknum 25 leikjum. Orri Steinn byrjaði einnig á bekknum í dag en hann er á láni hjá Sønderjyske frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. Atli Barkarson var hins vegar í byrjunarliði Sønderjyske og spilaði allan leikinn. Gestirnir í Nykobing leiddu 1-0 í hálfleik og var Orri Steinn sendur á vettvang til að jafna metin. Það gerði hann þegar sex mínútur voru til leiksloka og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Orri Óskarssons første scoring i lyseblåt skabte eufori på tribunen - desværre rakte det kun til det ene point . Nu sættes alle kræfter ind på en slutspurt i slutspillet Flere fotos på Insta-kanalen pic.twitter.com/kyHTpOFO3c— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 18, 2023 Um var að ræða síðasta leik hefðbundinnar deildarkeppni. Endar Sønderjyske í 4. sæti með 35 stig, níu stigum á eftir Hvidovre sem situr í 2. sæti deildarinnar. Efstu sex liðin munu nú spila tvöfalda umferð og að henni lokinni kemur í ljós hvaða lið hafa unnið sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. Willum Þór hóf leik dagsins á varamannabekknum en var sendur inn á þegar tæpur hálftími var til stefnu, staðan þá 1-1. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Willum Þór það sem hann var sendur inn af bekknum til að gera, skilaði boltanum í netið og tryggði sínum mönnum stigin þrjú. 90+4' - !!!Willum Willumsson krijgt de bal in het strafschopgebied voor zijn voeten en schiet ijskoud de 1-2 binnen!#UTRGAE 1-2 pic.twitter.com/ZK5JWLNe0m— Go Ahead Eagles (@GAEagles) March 18, 2023 Nýliðar G. A. Eagles lyfta sér þar með upp í 11. sæti deildarinnar með 29 stig að loknum 25 leikjum. Orri Steinn byrjaði einnig á bekknum í dag en hann er á láni hjá Sønderjyske frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. Atli Barkarson var hins vegar í byrjunarliði Sønderjyske og spilaði allan leikinn. Gestirnir í Nykobing leiddu 1-0 í hálfleik og var Orri Steinn sendur á vettvang til að jafna metin. Það gerði hann þegar sex mínútur voru til leiksloka og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Orri Óskarssons første scoring i lyseblåt skabte eufori på tribunen - desværre rakte det kun til det ene point . Nu sættes alle kræfter ind på en slutspurt i slutspillet Flere fotos på Insta-kanalen pic.twitter.com/kyHTpOFO3c— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 18, 2023 Um var að ræða síðasta leik hefðbundinnar deildarkeppni. Endar Sønderjyske í 4. sæti með 35 stig, níu stigum á eftir Hvidovre sem situr í 2. sæti deildarinnar. Efstu sex liðin munu nú spila tvöfalda umferð og að henni lokinni kemur í ljós hvaða lið hafa unnið sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti Hollenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira