Sport

Orðinn launa­hæsti tæklari sögunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Laremy Tunsil [til vinstri] í leik gegn sínu gamla félagi, Miami Dolphins.
Laremy Tunsil [til vinstri] í leik gegn sínu gamla félagi, Miami Dolphins. Megan Briggs/Getty Images

Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar.

Tunsel kom inn í NFL-deildinna þegar Höfrungarnir frá Miami völdu hann í nýliðavalinu árið 2016. Honum var skipt til Houston Texans árið 2019 og hefur síðan þá verið með betri tæklurum deildarinnar.

Svo góður hefur hann verið að Texans hafa ákveðið að gera Tunsil launahæsta leikmann deildarinnar í sinni stöðu. Hann skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning upp á að minnsta kosti 50 milljónir Bandaríkjadala eða rúma sjö milljarða íslenskra króna.

Mest getur Tunsil fengið 75 milljónir Bandaríkjadala [10 og hálfur milljarður] á meðan samningurinn er í gildi en hann fær alltaf að lágmarki 50 milljónir Bandaríkjadala.

NFL-deildin er sem stendur í „sumarfríi“ en hefst að nýju þann 7. september. Það verður 104. tímabil deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×