Fótbolti

Lazio vann slaginn um Róm

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mattia Zaccagni tryggði Lazio sigurinn.
Mattia Zaccagni tryggði Lazio sigurinn. Paolo Bruno/Getty Images

Lazio hafði betur gegn Roma í slagnum um Rómarborg í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur í leik dagsins 1-0 Lazio í vil.

Það mátti búast við hörkuleik í dag enda verður seint sagt að það ríki mikil ást á milli þessara liða. Á endanum var eitt mark skorað en á sama tíma fóru átta gul spjöld á loft og eitt rautt.

Brasilíumaðurinn Roger Ibañez fékk tvö gul spjöld í liði Roma í fyrri hálfleik og þar með rautt. Lærisveinar José Mourinho voru manni færri í klukkustund og virðist það hafa verið það sem skildi liðin að í dag.

Heimamenn brutu loks ísinn um miðbik síðari hálfleiks. Mattia Zaccagni með markið eftir stoðsendingu Felipe Anderson. Skömmu síðar kom Roma boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio sem er nú komið upp í 2. sæti Serie A með 52 stig, 19 stigum minna en topplið Napoli. Roma er í 5. sæti með 47 stig, stigi frá Meistaradeildarsæti.


Tengdar fréttir

Napoli valtaði yfir Torino og titillinn blasir við

Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það að Napoli tryggi sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnuí fyrsta skipti síðan árið 1990. Liðið er með 21 stigs forskot eftir afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Torino í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×