Innlent

Bein út­sending: Fram­tíðin svarar á ís­lensku

Atli Ísleifsson skrifar
Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI.
Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI.

„Framtíðin svarar á íslensku“ er yfirskrift kynningarfundar menningar- og viðskiptaráðuneytisins um íslenska máltækni og gervigreind sem hefst í Grósku klukkan 13 í dag. Fulltrúar OpenAI verða á fundinum og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI.

Á fundinum verður farið yfir þá áfanga sem náðst hafa í íslenskri máltækni fyrir tilstilli máltækniáætlunar stjórnvalda sem hófst árið 2019 og rætt um næstu skref. Snorri Másson fjölmiðlamaður mun stýra fundinum.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan.

„OpenAI gaf í vikunni út nýja uppfærslu á gervigreindar-mállíkaninu GPT þar sem íslenska var valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa þess. 40 sjálfboðaliðar hafa unnið að því síðustu vikur, á vegum máltæknifyrirtækisins Miðeindar í samstarfi við OpenAI, að þjálfa nýjustu útgáfuna, GPT-4, í því að svara betur á íslensku. Í dag er því hægt að eiga merkilega góð samskipti við mállíkanið á íslensku.

Fyrirtækið OpenAI var stofnað árið 2015 og er leiðandi í alþjóðlegri umræðu um opið aðgengi að gervigreindartækni, og ábyrga og örugga þróun hennar fyrir heimsbyggðina alla. Anna Makanju, yfirmaður opinberrar stefnumótunar hjá OpenAI, og Angela Jiang, vörustjóri hjá OpenAI, verða gestir á viðburðinum.

Anna Makanju mun taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×