Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 12:31 Saddam Hussein var að lokum dæmdur og hengdur. Mörg ríki neituðu að taka þátt í innrásinni en Ísland var meðal hinna viljugu þjóða sem fylktu sér að baki Bandaríkjamönnum. Getty/David Furst Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“ Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Enn er deilt um ástæður þess að stjórnvöld vestanhafs ákváðu að láta til skarar skríða gegn Saddam Hussein. Hann hafði ranglega verið bendlaður við árásirnar 11. september 2001 og var, eins og frægt er orðið, ranglega sakaður um að eiga kjarnorkuvopn. Samkvæmt umfjöllun New York Times virðast sérfræðingar hallast að þeirri kenningu að þeir sem komu að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak hafi flestir viljað koma Hussein frá völdum og þannig leitt hjá sér allar ábendingar um að fullyrðingar um kjarnorkuvopn og annað ættu ekki við rök að styðjast. Ef til vill hafi verið um að ræða hugmyndafræðilega arfleifð frá 10. áratug síðustu aldar, þegar það varð formlega stefna stjórnvalda að koma Hussein frá völdum og menn ímynduðu sér að lýðræðisbylgja myndi fara yfir Mið-Austurlönd í kjölfarið. Rannsókn á fjöldagröfum í Mosul í kjölfar hernáms Ríkis íslam árið 2014. Bandaríkjamenn yfirgáfu Írak árið 2011.Getty/Ismael Adnan „Saddam Hussein var Hitler okkar tíma,“ hefur New York Times eftir Barham Salih, forseta Írak frá 2018 til 2022. Flestir virðast á einu máli um að fall Hussein hafi verið af hinu góða en eftirleikurinn hefur leikið Íraka grátt; margra ára borgarastyrjöld og yfirgengileg spilling. Meðal ungs fólks í Írak er einn af hverjum þremur atvinnulaus og Írak er í 157. sæti af 180 á lista Transparency International yfir spilltustu ríki heims. Spillinguna má að hluta til rekja til þess fyrirkomulags sem Bandaríkjamenn ákváðu að koma á, sem gekk út á samsteypustjórn súnníta, sjíta og Kúrda. Sajad Jiyad, íranskur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur við bandarísku rannsóknarstofnunina Century Foundation, segir stjórnvöld „bandalag“ andstæðinga sem allir hafi freistað þess að sanka að sér eins miklum völdum og fjármunum og mögulegt er. Spillingin sé orðin svo djúpstæð að flokkarnir hegði sér eins og smákonungar og úthluti embættum, störfum og verkefnum til að kaupa sér völd eða verðlauna stuðningsmenn. Á sama tíma sé enginn ábyrgur. „Þeir sem rannsaka spillingu eru pólitískt skipaðir,“ segir hann. Um helmingur Íraka er of ungur til að muna eftir innrás Bandaríkjamanna og bandamanna.Getty/SOPA/Ismael Adnan Það sem gerir lífið í Írak enn erfiðara er að þar standa enn yfir átök. Í Diyala, norðaustur af Bagdad, létust átta í síðustu viku og frá því í janúar hafa fleiri en 40 látið lífið í átökum. Annars staðar, þar sem öryggið er meira, berst fólk við að ná endum saman. „Lífsskilyrðin eru ekki góð,“ segir hinn 37 ára Mohammed Hassan, fjarskiptaverkfræðingur og þriggja barna faðir. „Ég á varla nóg fram til enda mánaðarins svo ég sé ekki mikla framtíð,“ bætir hann við. „Það er synd. Við vildum alltaf vera laus við Saddam. Við vitum að Írak er ríkt og við vonuðum að ástandið myndi skána. En við fengum ekki það sem við vonuðumst eftir.“
Írak Bandaríkin Hernaður Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira