Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verðlækkun Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 15:13 Þessi sending af Cocoa Puffs kostar nú 99 krónur. Það er þó ekki vegna þess að hætta á að selja vöruna. Vísir/Arnar Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa. Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Það hefur vakið athygli margra að nú sé hægt að kaupa morgunkornið Cocoa Puffs á einungis 99 krónur í flestum verslunum, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er um að ræða nýja útgáfu þess sem kom í verslanir í maí á síðasta ári eftir að heilbrigðiseftirlitið bannaði söluna á upprunalegu útgáfunni þar sem uppskrift hennar samræmdist ekki Evrópulöggjöf. Í samtali við fréttastofu segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur inn Cocoa Puffs, að fyrirtækið hafi þurft að skuldbinda sig fyrir ákveðið magn af framleiðslu þegar nýja bragðið var fundið og sett í sölu í maí. „Þegar svona á líður þá var þetta mjög mikil skuldbinding. Þannig við eigum það mikið magn sem hefur líftíma til lok apríl byrjun maí. Við vildum bara lágmarka tjónið og auðvitað erum við líka alltaf að hugsa um matarsóunina. Þannig við höfðum samband við alla okkar viðskiptavini og buðum þeim þetta á mjög góðum kjörum til að koma vörunni út svo það þyrfti ekki að henda henni,“ segir Ágústa Hrund. Það er því allt í lagi með vöruna og er hún ekki á leiðinni úr verslunum. Meira að segja er ný sending á leiðinni. „Héldum kannski að viðtökurnar yrðu sterkari í byrjun en maður þarf kannski smá tíma til að kynna þessa vöru inn á markað,“ segir Ágústa. Þá er, mörgum til mikillar gremju, gamla Cocoa Puffs-ið ekki á leiðinni til baka. Á meðan þessi Evrópulöggjöf sem bannar ákveðin efni í því er í gildi þá er ekkert hægt að gera í því. Aðspurð segir Ágústa að margir taki þó vel í nýja bragðið. „Þetta er munur og við fórum ekkert í felur með það í byrjun. Við sögðum fólki frá því að þetta væri ekki alveg eins því þetta er önnur uppskrift til að mæta þeim reglum sem gilda á markaðnum. Við vitum til þess að þetta er ágætlega vinsæl vara sem þarf bara að fá tækifæri. Við erum að byggja þetta merki upp áfram og núna vonandi prófa fleiri, kaupa pakka ódýrt og finnast það gott,“ segir Ágústa.
Neytendur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira