Alls ekki víst að óróleiki á fjármálamörkuðum hverfi í bráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:30 Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Vísir/Egill Mikill titringur hefur verið á fjármálamörkuðum úti um allan heim í dag vegna yfirtöku á svissneska bankanum Credit Suisse um helgina. Hagfræðingur segir að það sé alls ekki víst að óróleiki á mörkuðum hverfi í bráð. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“ Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem er langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum en viðbrögð á fjármálamörkuðum voru samt sem áður blendin í dag. Christine Lagarde, forseti evrópska Seðlabankans, sagðist í dag fagna útspili svissneskra stjórnvalda. „Við fögnum svissneskum stjórnvöldum og ákvörðunum þeirra sem teknar voru til að takast á við ástandið. Þær voru nauðsynlegar til að endurheimta fjármálastöðugleika.“ Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, segir Credit Suisse hafa verið í vandræðum í mörg ár. Hlutabréf í Credit Suisse tóku djúpa dýfu í dag. „Núna eftir samrunann er einhver ótti um að það sé meiri skítur sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið þaðan en samhliða áhrifin á allan fjármálageirann er náttúrulega vangaveltur markaðsaðilanna um það hvaða aðrir bankar séu með vandræðaeignir sem hafi jafnvel ekki komið upp á yfirborðið eða eru að lenda í meiri vandræðum núna þegar vextir eru að hækka alls staðar.“ Markaðsaðilar fylgist nú náið með stöðu mála enda hefur atburðarásin verið hröð. „Þetta er alls ekki búið og það er einn af lærdómunum úr fjármálahruninu 2008 sem virðist vera að koma almennilega fram að fjármálakerfin eru ekki stöðug og þau leita ekki sjálfkrafa í stöðugleika. Eiginlega þurfa þau alltaf þegar á reynir að fá aðstoð hins opinbera.“ Næsti stóri vendipunkturinn sé á miðvikudaginn þegar bandaríski Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína. Hækkun bjuggust flestir við lengi vel en núna eru markaðirnir að búast við engri breytingu og er jafnvel farið að tala um vaxtalækkun – um það er kannski fullsnemmt að segja - en það mun allavega hafa mjög mikil áhrif af því að þessi órói er búinn að valda auknum kostnaði á fjármagnið, ígildi allt upp í eitt, eitt og hálft prósent af stýrivaxtahækkun.“
Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Óvissa eitur í beinum fjárfesta Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. 20. mars 2023 12:00
167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34