Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:06 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira