Úr farbanni í gæsluvarðhald vegna dóms fyrir að skera annan mann á háls Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 15:39 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi vegna evrópskrar handtökuskipunar eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás erlendis. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn fyrir tæpri viku síðan í farbann til 12. apríl næstkomandi eftir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir því að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn skaut síðan málinu til Landsréttar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í öðru landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á manninum. Í janúar á þessu ári var honum gert að sæta fangelsi í landinu í fjögur ár. Hann hafði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás, meðal annars með því að hafa skorið á háls annars manns og eftir að hann féll við haldið áfram atlögu sinni. Ríkissaksóknari mat það sem svo að hann yrði að vera í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Maðurinn er með litla sem enga tengingu hér á landi en býr í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Hann hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og sagði þar að hann taldi umræddu sakamáli lokið þegar hann yfirgaf landið þar sem hann sé að eigin skoðun saklaus. Þá mótmælti hann því að hann yrði afhentur. Landsréttur mat sem svo að þar sem hann hafnaði afhendingu og að tengsl hann við Ísland hafi verið takmörkuð sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu yfirvaldanna í erlenda ríkinu. Hann var því úrskurðaður í gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 12. apríl klukkan 16. Hægt er að lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn fyrir tæpri viku síðan í farbann til 12. apríl næstkomandi eftir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir því að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn skaut síðan málinu til Landsréttar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í öðru landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á manninum. Í janúar á þessu ári var honum gert að sæta fangelsi í landinu í fjögur ár. Hann hafði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás, meðal annars með því að hafa skorið á háls annars manns og eftir að hann féll við haldið áfram atlögu sinni. Ríkissaksóknari mat það sem svo að hann yrði að vera í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Maðurinn er með litla sem enga tengingu hér á landi en býr í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Hann hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og sagði þar að hann taldi umræddu sakamáli lokið þegar hann yfirgaf landið þar sem hann sé að eigin skoðun saklaus. Þá mótmælti hann því að hann yrði afhentur. Landsréttur mat sem svo að þar sem hann hafnaði afhendingu og að tengsl hann við Ísland hafi verið takmörkuð sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu yfirvaldanna í erlenda ríkinu. Hann var því úrskurðaður í gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 12. apríl klukkan 16. Hægt er að lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira