Reiður eftir að boltinn fór í hönd Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góða ástæðu til að fagna eftir sigur og frábæran leik gegn Arsenal í gærkvöld. Instagram/@fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir reyndist fyrrverandi læriföður sínum svo sannarlega erfið með stórleik fyrir Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Glódís átti stóran þátt í því að Bayern skyldi ná að halda hreinu í leiknum og vinna 1-0 sigur en ljóst er að forskotið er naumt fyrir seinni leikinn í Lundúnum eftir viku. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal, var hundsvekktur eftir leik í gær. Eidevall, sem þjálfaði Glódísi hjá sænska liðinu Rosengård í nokkur ár, var sérstaklega reiður yfir því að ekki skyldi dæmt víti á Glódísi í fyrri hálfleiknum þegar boltanum var skotið í hönd hennar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir sjö mínútna leik. „Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld,“ sagði Eidevall á blaðamannafundi eftir leik sem taldi Arsenal eiga að fá 1-2 víti í leiknum og að boltinn hefði mögulega farið inn þegar Bayern bjargaði tvisvar á marklínu. Marklínutæknin bara notuð stundum „Það má nota marklínutæknina á öllum stigum keppninnar en það er ekki skylda. Hún var ekki notuð í kvöld því Bayern vildi ekki borga fyrir hana. Í næstu viku verður hún notuð á Emirates því Arsenal ákvað að gera það, því við teljum að það sé sanngjarnt fyrir keppnina. Það er vandamál að það sé ekki sama tækni notuð í öllum leikjum,“ sagði Eidevall. Fannst augljóst að dæma ætti víti á Glódísi Hann taldi Arsenal eiga að fá víti þegar boltinn fór í hönd Glódísar og einnig þegar að hann taldi togað í treyju Rafaelle Souza innan teigs. „Hluti af mér er stoltur en hluti af mér vonsvikinn með að við skyldum ekki nýta færin betur. Hluti af mér er reiður því að augljóslega virkaði VAR ekki hér á Allianz Arena í kvöld. Það hlýtur að vera að einhver sitji þarna og sé ekkert að horfa. Þetta var nefnilega alveg augljóst í þessum tveimur vítadæmum. Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt. Það var togað í treyjuna og svo var hendi í fyrri hálfleiknum. Mér fannst það augljóst. Þessi leikur í kvöld undirstrikaði vandamálin í þessari keppni. VAR kemur bara inn í 8-liða úrslitum og ég veit ekki hvort að dómararnir hafa nokkru sinni notað VAR áður,“ sagði Eidevall sem hyggur á hefndir í næstu viku þegar Arsenal reynir að vinna upp forskot Glódísar og félaga. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Lyon mætir Chelsea og Íslendingaliðin PSG og Wolfsburg mætast.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira