Lífið

„Maður er löngu hættur að setja sig í fyrsta sæti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri leit við heima hjá Gunnari í Laugardalnum í vikunni.
Sindri leit við heima hjá Gunnari í Laugardalnum í vikunni.

Sindri Sindrason leit við í morgunkaffi til Gunnars Nelson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Þar fengu áhorfendur að kynnumst hinni hliðinni á þessum rólyndis manni sem langar þó að taka niður gaurinn sem potaði í augað á honum á sínum tíma, Santiago Ponzinibbio.

Gunnar vann Bryan Barberena á laugardaginn með miklum yfirburðum í O2 Arena. Þetta var annar sigur Gunnars í röð og það er alveg á hreinu að Gunnar á nóg eftir sem bardagamaður.

„Sigur er sigur en svona sigur gerir miklu meira fyrir mann,“ segir Gunnar og heldur áfram.

„Þetta er bara þannig heimur að þegar þú mætir og ert með svona sterka yfirlýsingu og í raun sýningu þá hendir það manni miklu miklu lengra. Ég verð 35 ára núna í sumar og sumir berjast alveg yfir fertugt. Ég eiginlega veit ekki hvað ég vill vera lengi í þessu. Maður er löngu hættur að setja sig í fyrsta sæti, það kom með börnunum mínum og svo finnst mér líka ótrúlega gaman að einbeit mér að þjálfun,“ segir Gunnar.

„Mér finnst í raun miklu skemmtilegra að einbeita mér að þjálfun heldur en að fókusa á minn eigin feril. Ég er búinn að vera berjast síðan 2007 og núna alveg í smá tíma hef ég fengið mun meiri hamingju út úr því að einbeita mér að öðrum í faginu og er eiginlega löngu kominn með leið á sjálfum mér.“

Fjórtán ár eru liðin síðan Sindri kynnti sér Gunnar, þá efnilegan bardagakappa, í Íslandi í dag. Klippuna má sjá að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×