Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 11:23 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. Seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um heila prósentu, úr 6,5 prósentum í 7,5. Um er að ræða tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, gagnrýnir hækkunina í grein sem birtist á Vísi í dag: „Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife.“ Kristján segir að það sé augljóst að beita þurfi öðrum verkfærum til að bregðast við vandanum. Kominn sé tími til að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta verðhækkanir. Þá segir hann Seðlabankann vera á rangri leið með „sífelldum og öfgakenndum“ stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin sé til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggð lán. Það muni draga úr virkni stýrivaxta og ýta undir verðbólgu. „Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið.“ Forsendur kjarasamninga brostnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, grípur í svipaða strengi og Kristján en hann tekur þó sterkara til orða. „Það er orðið ljóst að Seðlabankanum mun á endanum takast að rústa íslenskum heimilum og þurrka upp alla aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna sem náðst hefur í kjarasamningum liðinna ára með þessari eyðileggingar-herferðar stefnu sinni,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Vilhjálmur segir að þessar vaxtahækkanir virki eins og skýstrókur sem sogar burt allt ráðstöfunarfé heimilanna og færir það til fjármagnseiganda og bankastofnanna. „Þannig virka vaxtahækkanir, færa fé frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins,“ segir hann. Þá segir Vilhjálmur að eftir hækkunina séu forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru fyrir áramót brostnar. Honum finnst að verkalýðshreyfingin eigi að slíta öllum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Það er sorglegt að sjá hvernig Seðlabankinn slátrar þeim ávinningi sem við töldum okkar vera að ná í síðasta kjarasamningi og því er það mitt persónulega mat að verkalýðshreyfingin eigi að slíta öllum viðræðum við Samtök atvinnulífsins sem eru komnar af stað enda tilgangslaust að vinna að langtímasamningi á sama tíma og allir varpa kostnaðarhækkunum á herðar launafólks, neytenda og heimila.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í dag stýrivexti um heila prósentu, úr 6,5 prósentum í 7,5. Um er að ræða tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, gagnrýnir hækkunina í grein sem birtist á Vísi í dag: „Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife.“ Kristján segir að það sé augljóst að beita þurfi öðrum verkfærum til að bregðast við vandanum. Kominn sé tími til að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta verðhækkanir. Þá segir hann Seðlabankann vera á rangri leið með „sífelldum og öfgakenndum“ stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin sé til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggð lán. Það muni draga úr virkni stýrivaxta og ýta undir verðbólgu. „Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið.“ Forsendur kjarasamninga brostnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, grípur í svipaða strengi og Kristján en hann tekur þó sterkara til orða. „Það er orðið ljóst að Seðlabankanum mun á endanum takast að rústa íslenskum heimilum og þurrka upp alla aukningu á ráðstöfunartekjum heimilanna sem náðst hefur í kjarasamningum liðinna ára með þessari eyðileggingar-herferðar stefnu sinni,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Vilhjálmur segir að þessar vaxtahækkanir virki eins og skýstrókur sem sogar burt allt ráðstöfunarfé heimilanna og færir það til fjármagnseiganda og bankastofnanna. „Þannig virka vaxtahækkanir, færa fé frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins,“ segir hann. Þá segir Vilhjálmur að eftir hækkunina séu forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru fyrir áramót brostnar. Honum finnst að verkalýðshreyfingin eigi að slíta öllum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Það er sorglegt að sjá hvernig Seðlabankinn slátrar þeim ávinningi sem við töldum okkar vera að ná í síðasta kjarasamningi og því er það mitt persónulega mat að verkalýðshreyfingin eigi að slíta öllum viðræðum við Samtök atvinnulífsins sem eru komnar af stað enda tilgangslaust að vinna að langtímasamningi á sama tíma og allir varpa kostnaðarhækkunum á herðar launafólks, neytenda og heimila.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59
Seðlabankastjóri: Fókusinn farinn af heimilum yfir á fyrirtæki Fasteignamarkaðurinn leggur ekki jafn mikið til verðbólgu og hann gerði. Verðbólga er nú á afar breiðum grunni, til að mynda vegna aukins kostnaðar vegna nýafstaðna kjarasamninga. „Fókusinn er að fara af heimilum yfir á fyrirtæki,“ sagði seðlabankastjóri. Aðstoðarseðlabankastjóri sagði að innlend eftirspurn væri „miklu sterkari en við gerðum ráð fyrir“ meðal annars vegna fjárfestingu atvinnuvega. 22. mars 2023 10:55
„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42