Lét fjarlægja fylliefnin og varar ungt fólk við Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:15 Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni út vörum, kinnbeinum og kjálka. Getty/Skjáskot Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar. Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty
Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30