Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 23:07 Svona var umhorfs á bænum eftir sandstorminn. örn karlsson Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. „Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson
Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira