Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins Hörður Þorsteinsson skrifar 23. mars 2023 09:00 Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun