Opnar sig um skilnaðinn: „Hef alltaf haldið með honum og mun gera það að eilífu“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:15 Tom Brady and Gisele Bundchen sóttu um skilnað á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. Getty/Matt Winkelmeyer Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við NFL stjörnuna Tom Brady í nýju forsíðuviðtali tímaritsins Vanity Fair. Þar segir hún sögusagnir um að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að leggja ruðningsskóna ekki á hilluna, eins og hann hafði sagst ætla að gera, vera mikla einföldun. „Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“ Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“
Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30