Dæmd fyrir brot á lögum gegn þrælahaldi vegna nýrnaviðskipta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 12:49 Beatrice og Sonia mæta fyrir dóm í Lundúnum í febrúar síðastliðnum. Getty/Jonathan Brady Háttsettur stjórnmálamaður frá Nígeríu, eiginkona hans og læknir hafa verið fundinn sek um að hafa borgað manni fyrir að ferðast til Bretlands til að „gefa“ nýra. Dóttir hjónanna, sem átti að fá nýrað, var sýknuð. Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi. Bretland Mannréttindi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Samkvæmt breskum miðlum er þetta í fyrsta sinn sem fólk hlýtur dóm fyrir að hafa brotið gegn löggjöf um nútíma þrælahald, sem tók gildi árið 2015 þegar eldri lög um þrælahald og mansal voru sameinuð. Ike Ekweremadu, 60 ára, er fyrrverandi varaforseti nígeríska þingsins. Hann og eiginkona hans, Beatrice 56 ára, og læknirinn Obinna Obeta, 51 árs, voru fundinn sek um að hafa skipulagt ferðalag 21 árs götusala frá Lagos til Bretlands til að nýta úr honum annað nýrað. Dóttir hjónanna, Sonia Ekweremadu, var ákærð en sýknuð en það var hún sem átti að fá nýrað. Sonia greindist með nýrnasjúkdóm þegar hún stundaði mastersnám í kvikmyndagerð við Newcastle University og varð að hætta í náminu. Hinn ónefndi ungi maður gaf sig fram við nýrnadeild Royal Free-sjúkrahússins í Lundúnum í febrúar árið 2022 og sagðist vera frændi Soniu. Starfsmaður sjúkrahússins tók gjald fyrir að túlka fyrir manninn, sem reyndi hvað hann gat að sannfæra yfirvöld um að hann væri sjálfviljugur gjafi. Saksóknarinn í málinu sagði Ekweremadu-hjóninn og Obeta hafa farið með manninn eins og „einnota eign“ og „varahlut fyrir gjald“. Hegðun þeirra hefði einkennst af óheiðarleika og hræsni en Ekweremadu er lögmaður og stofnaði samtök gegn fátækt sem átti þátt í að semja löggjöf Nígeríu gegn líffærasölu. Ekweremadu, sem á nokkrar fasteignir og hefur um 80 manns í vinnu, var sagður hafa samþykkt að misnota sér fátækt einstaklings til að tryggja dóttur sinni nýra, án þess að hafa viljað nokkuð annað af honum vita. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex vikur, sagðist Ekweremadu hins vegar fórnarlamb svika og Obeta sagði rangt að manninum hefði verið boðin greiðsla fyrir nýrað. Beatrice sagðist ekkert hafa vitað um meint samsæri. WhatsApp skilaboð sýndu að Obeta rukkaði Ekweremadu um jafnvirði 1,3 milljón króna fyrir milligöngu og fyrir greiðslu til fórnarlambsins. Saksóknarinn sagði Ekweremadu hafa hunsað læknisráð um að finna gjafa meðal náinna fjölskyldumeðlima. Það hefði ekki komið til greina. Refsing verður ákveðinn 5. maí næstkomandi.
Bretland Mannréttindi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira