Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 17:03 „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu. Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Hafdísi hafa hótað forræðissviptingu og við það tryllst Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Hafdísi hafa hótað forræðissviptingu og við það tryllst Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira