Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki frjálsra íþrótta Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 17:43 Lávarður Sebastian Coe er formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Vísir/Getty Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að trans konur fái ekki að keppa í kvennaflokki í mótum á vegum sambandsins. Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira