„Verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2023 22:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik kvöldsins gegn Bosníu Vísir/Getty Ísland tapaði 3-0 gegn Bosníu í fyrsta leik í undankeppni EM 2024. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, var svekktur með úrslitin og sagði að liðið þurfti að gleyma þessum leik. „Þetta var svekkjandi tap. Við vildum ekki byrja svona og þetta var slæmt tap. Við verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum. Við héldum að við myndum geta strítt þeim meira en við gerðum,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Jóhann Berg var svekktur með mörkin sem Ísland fékk á sig og sagði að framherjar Bosníu reyndust þeim erfiðir. „Mér fannst við aðeins of opnir og við vorum ekki eins þéttir og við vildum vera. Þeir voru með tvo sterka framherja sem gerði okkur erfitt fyrir.“ „Í dag var gæðamunur á liðunum. Við þurfum að læra af þessum leik og spila töluvert betur gegn þeim. Við eigum heimaleikinn gegn Bosníu eftir og þá munum við gera töluvert betur heldur en í kvöld.“ Ísland var meira með boltanum í kvöld heldur en Bosnía. Jóhann Berg hefði hins vegar viljað fá fleiri færi. „Við vorum mikið með boltann en mögulega gerðum við ekki nógu mikið með hann. Þeir nýttu sér það þegar við misstum boltann frá okkur og gerðu það hrikalega vel.“ Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein og Jóhann Berg vill að liðið gleymi þessum leik gegn Bosníu sem allra fyrst. „Við verðum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik og við verðum að hætta að hugsa um þennan leik og fara að einbeita okkur að næsta leik gegn Liechtenstein,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap. Við vildum ekki byrja svona og þetta var slæmt tap. Við verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum. Við héldum að við myndum geta strítt þeim meira en við gerðum,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Jóhann Berg var svekktur með mörkin sem Ísland fékk á sig og sagði að framherjar Bosníu reyndust þeim erfiðir. „Mér fannst við aðeins of opnir og við vorum ekki eins þéttir og við vildum vera. Þeir voru með tvo sterka framherja sem gerði okkur erfitt fyrir.“ „Í dag var gæðamunur á liðunum. Við þurfum að læra af þessum leik og spila töluvert betur gegn þeim. Við eigum heimaleikinn gegn Bosníu eftir og þá munum við gera töluvert betur heldur en í kvöld.“ Ísland var meira með boltanum í kvöld heldur en Bosnía. Jóhann Berg hefði hins vegar viljað fá fleiri færi. „Við vorum mikið með boltann en mögulega gerðum við ekki nógu mikið með hann. Þeir nýttu sér það þegar við misstum boltann frá okkur og gerðu það hrikalega vel.“ Næsti leikur Íslands er gegn Liechtenstein og Jóhann Berg vill að liðið gleymi þessum leik gegn Bosníu sem allra fyrst. „Við verðum að gleyma þessum leik eins fljótt og hægt er. Það er stutt í næsta leik og við verðum að hætta að hugsa um þennan leik og fara að einbeita okkur að næsta leik gegn Liechtenstein,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira