Kerfi sem bjóði þingmönnum upp á spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 16:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Fjallað var um hér á Vísi í dag að Alþingismenn og aðrir starfsmenn ríkisins fái Vildarpunkta á sitt persónulega kort séu þeir á leið í ferð erlendis með Icelandair sem ríkið greiðir fyrir. Þannig er opnað á möguleikann að starfsmenn ríkisins velji að fljúga með Icelandair fram yfir önnur félög til að fá punktana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er gagnrýnt. Í útboði sem fara átti fram árið 2010 voru Ríkiskaup með ákvæði um að ríkisstarfsmenn mættu ekki þiggja Vildarpunkta. Það útboð klúðraðist síðan og hvarf ákvæðið. Fjallað var um málið árið 2012 hér á Vísi. Þá kærði Iceland Express útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Sögðu forsvarsmenn flugfélagið vera að bera fé á opinbera starfsmenn. Árið 2015 komst málið aftur í hámæli þar sem Wow Air reyndi að fá ríkið til þess að bjóða út farmiðakaup. Það tókst síðan eftir að málið fór fyrir kærunefnd útboðsmála. Einn þeirra sem kom að því máli var Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir í samtali við fréttastofu það vera fráleitt að ekkert hafi gerst í málinu. „Með þessu beinir ríkið viðskiptum starfsmanna og embættismanna til flugfélagsins sem býður Vildarpunkta, til þess að þeir fái persónulegan ávinning,“ segir Ólafur. Hann bendir á að það eru ekki einungis flugferðir sem þingmenn geta greitt fyrir með Vildarpunktum, heldur einnig veitingar, vörur sem seldar eru um borð í flugvélum, gjafabréf og að láta færa sig yfir á betra farrými. Allt fyrir punkta sem skattgreiðendur greiddu fyrir. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ segir Ólafur. Vill hann meina að kerfið hvetji ríkisstarfsmenn til að kaupa sem dýrastan miða til þess að fá sem flesta punkta. „Það ætti að vera þannig að flugfélög sem eru með Vildarkerfi bjóði ríkinu hrein og greið afsláttarkjör sem eru uppi á borðinu og engir Vildarpunktar séu í spilinu. Það ætti að vera hluti af þeim afsláttarkjörum sem samið er um í rammasamningum,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Play Icelandair Stjórnsýsla Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira