„Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. mars 2023 19:01 Þorsteinn hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu síðan í ársbyrjun 2021. Vísir/Vilhelm „Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði. „Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
„Ég vill sjá okkur halda áfram að vera markviss varnarlega, spila góðan varnarleik. Svo þurfum að halda áfram að þróa sóknarleikinn okkar og bregðast við mismunandi aðstæðum og andstæðingum,“ sagði Þorsteinn um markmið verkefnisins. Töluverðar breytingar „Það eru töluverðar breytingar. Ég held ég hafi aldrei breytt svona mikið áður, meiðsli og annað. Það gefur leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður þarf að nota þessa æfingaleikjaglugga til að skoða leikmenn og gefa leikmönnum tækifæri. Sjá stöðuna á hópnum og hvaða möguleika maður hefur.“ „Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu. Sami gæðastimpill og á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Verða væntanlega bara sextán bestu þjóðirnar í Evrópu og dregið í riðla. Erum að fara í svipað sterka riðlakeppni og var á EM,“ sagði þjálfarinn um komandi leiki í Þjóðadeildinni. https://t.co/VaFZgHMz9y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 „Það er alltaf gott, sýnir að við erum að gera eitthvað rétt, en ég persónulega horfi meira á Evrópulistann heldur en heimslistann. Segir mér meira nákvæmlega hvar við stöndum,“ sagði Þorsteinn um það sem hann líkt og kollegi sinn forðum daga kallar Coca Cola-listann. Íslenska U-23 ára landsliðið mun spila tvo vináttuleiki við Danmörku ytra í apríl. „Það hefur vantað aðeins upp á að leikmenn fái verkefni svo þeir haldi áfram að þróast inn í landsliðsumhverfinu og þetta gefur leikmönnum tækifæri til að halda áfram að spila landsleiki. Það er öðruvísi að spila landsleiki en með félagsliði. Halda þeim inn í umverfinu og takti við landsliðsumhverfi. Þær fá krefjandi verkefni og góðan andstæðing. Sjáum hvar við stöndum og hvort við þurfum að gera eitthvað betur.“ Hópur U23 kvenna sem mætir Danmörku í tveimur vináttuleikjum í apríl. Our U23 women's squad for two friendlies against Denmark in April.#dottir pic.twitter.com/jeKuHxEYSH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023 Ísland mætir Nýja Sjáland 7. apríl í Antalya í Tyrklandi og Sviss 11. apríl í Zürich í Sviss. Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorstein í heild sinni. Klippa: Þorsteinn Halldórsson: Þar erum við með sextán bestu liðum í Evrópu
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira