Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. mars 2023 20:05 Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sem á von á met fjölda erlendra ferðamanna á Þingvelli í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins. Á Þingvöllum eins og á öðrum ferðamannastöðum landsins er verið að undirbúa sumarið með ráðningu starfsfólks og tryggja að allir innviðir séu klárir. Óvenjulega mikið hefur verið um ferðamenn á Þingvöllum í vetur, ekki síst í febrúar eins og þessi mynd sýnir einn daginn. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörðurvar meðal annars einn af frummælendum nýlega í Tryggvaskála á Selfossi þar sem fólk úr ferðaþjónustu kom saman til að fara yfir stöðu greinarinnar. „Það varð einhver sprengja þarna í febrúar og ég skynjaði það í gegnum líka ferðaþjónustuaðila í uppsveitunum að þeir voru vel bókaðir. Það er ágætt oft að heyra í þeim því við sjáum ekki bókanir á Þingvöllum, þá er gott að tala við þá til að heyra hvernig bókunarstaðan er og hvað er fram undan. Svo er núna býsna mikil umferð enn þá og sumarið verður ansi líflegt, við erum að undirbúa mikið sumar,“ segir Einar. Mjög mikið af ferðamönnum heimsóttu Þingvelli í febrúar síðastliðinn eins og þessi mynd ber með sér einn daginn.Aðsend Já, í sumar verður met fjöldi skemmtiferðaskipa á ferðinni, ekki síst í gegnum Faxaflóahafnir en þar er reiknað með um 270 skipum með 276 þúsund ferðamönnum, sem fara langflestir á Þingvelli. „Við eigum von á 40 prósent aukningu skipa, sem mun hafa bein áhrif á fjölda ferðamanna, sem koma til okkar og þetta er svolítil holskefla, sem kemur þegar skipin mæta,“ segir Einar og bætir við. „Í sumar getum við búist við því að það verði á hverjum degi gangandi um Almannagjá þrjú fjögur og upp í tíu þúsund manns kannski á hverjum degi, átta til níu þúsund manns og það er ansi mikið af fólki.“ Kvíðir þú sumrinu? „Alls ekki, ég bara hlakka til, það verður þröng á þingi en það verður fjör.“ Í sumar verður met fjöldi skemmtiferðaskipa á ferðinni, ekki síst í gegnum Faxaflóahafnir en þar er reiknað með um 270 skipum með 276 þúsund ferðamönnum, sem fara langflestir á Þingvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þingvellir Ferðalög Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á Þingvöllum eins og á öðrum ferðamannastöðum landsins er verið að undirbúa sumarið með ráðningu starfsfólks og tryggja að allir innviðir séu klárir. Óvenjulega mikið hefur verið um ferðamenn á Þingvöllum í vetur, ekki síst í febrúar eins og þessi mynd sýnir einn daginn. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörðurvar meðal annars einn af frummælendum nýlega í Tryggvaskála á Selfossi þar sem fólk úr ferðaþjónustu kom saman til að fara yfir stöðu greinarinnar. „Það varð einhver sprengja þarna í febrúar og ég skynjaði það í gegnum líka ferðaþjónustuaðila í uppsveitunum að þeir voru vel bókaðir. Það er ágætt oft að heyra í þeim því við sjáum ekki bókanir á Þingvöllum, þá er gott að tala við þá til að heyra hvernig bókunarstaðan er og hvað er fram undan. Svo er núna býsna mikil umferð enn þá og sumarið verður ansi líflegt, við erum að undirbúa mikið sumar,“ segir Einar. Mjög mikið af ferðamönnum heimsóttu Þingvelli í febrúar síðastliðinn eins og þessi mynd ber með sér einn daginn.Aðsend Já, í sumar verður met fjöldi skemmtiferðaskipa á ferðinni, ekki síst í gegnum Faxaflóahafnir en þar er reiknað með um 270 skipum með 276 þúsund ferðamönnum, sem fara langflestir á Þingvelli. „Við eigum von á 40 prósent aukningu skipa, sem mun hafa bein áhrif á fjölda ferðamanna, sem koma til okkar og þetta er svolítil holskefla, sem kemur þegar skipin mæta,“ segir Einar og bætir við. „Í sumar getum við búist við því að það verði á hverjum degi gangandi um Almannagjá þrjú fjögur og upp í tíu þúsund manns kannski á hverjum degi, átta til níu þúsund manns og það er ansi mikið af fólki.“ Kvíðir þú sumrinu? „Alls ekki, ég bara hlakka til, það verður þröng á þingi en það verður fjör.“ Í sumar verður met fjöldi skemmtiferðaskipa á ferðinni, ekki síst í gegnum Faxaflóahafnir en þar er reiknað með um 270 skipum með 276 þúsund ferðamönnum, sem fara langflestir á Þingvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þingvellir Ferðalög Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira