„Skammist ykkar“ segja dönsku blöðin eftir ótrúlegt tap Dana Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 15:41 Danir unnu Finna á fimmtudag en runnu heldur betur á rassinn í Kasakstan í dag. Vísir/Getty Ansi óvænt úrslit urðu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag þegar Danir töpuðu á útivelli gegn Kasakstan. Danir komust í 2-0 í leiknum en misstu niður forystuna á síðustu sextán mínútum leiksins. Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Sjá meira