Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. mars 2023 21:28 Guðlaugur Agnar Guðmundsson. Hann fékk 10 ára fangelsisdóm í saltdreifaramálinu svokallaða. vísir/vilhelm Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. Fjallað var um mál Guðlaugs þegar hann var árið 2010 dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna peningaþvættis. Í héraði var hann fundinn sekur um að bera höfuðábyrgð á kókaínsmyglinu og verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Guðlaugur neitaði sök á öllum stigum málsins. Annar sakborningur í málinu hafði borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um að fá mann til að flytja fíkniefnin til Íslands, sem hann hafi gert. Fyrir dómi lýsti sakborningurinn hins vegar atvikum á annan veg og bendlaði annan mann við málið. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn hefði fyrir borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum fyrir dómi, væri hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningnum. Var hann því sýknaður af ákæru um innflutninginn sjálfan. Faðir Guðlaugs hafi átt peninginn Guðlaugur var hins vegar ákærður og sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings að fjárhæð samtals 6,6 milljónum króna með sölu fíkniefna. Bar guðlaugur því við að peningurinn væri tilkominn vegna slysabóta, lána til vina með háum vöxtum og pókervinningum. Í dómi Hæstaréttar var rakið að munur á ráðstöfunartekjum og skráðum tekjum Guðlaugs á árinu 2009 og 2010 hafi numið ríflega 17 milljónum króna. Vísað var til þess að hann hafi engar skýringar gefið á þeim verulega mun. Guðlaugur fór fram á að málið yrði tekið til meðferðar á ný fyrir Hæstarétti í desember á síðasta ári. Meðal röksemda Guðlaugs voru að við rannsókn málsins hafi lögregla reynt að knýja fram játningu Guðlaugs með því að hóta að gera föður hans „að sakborningi“ í málinu. Guðlaugur hafði fyrir dómi haldið því fram að faðir hans ætti peninga sem fundust í bankahólfi föðursins. Við skýrslutöku sagðist Guðlaugur hins vegar sjálfur eiga peningana og útskýrði misræmi á þessum skýringum þannig að hann hafi verið að vernda föður sinn. Guðlaugur taldi að lögregla hafi engra gagna aflað um hver hafi farið í umrætt bankahólf þar sem ávinningurinn fannst. Engin rannsókn hafi heldur farið fram á því hvort fjárhagur föður hans hafi verið þannig að hann gæti hafa átt þá peninga sem fundust í bankahólfinu. Þannig hafi dómstóll ekki getað metið á hlutlægan hátt hverjum féð í bankahólfinu tilheyrðu. „Verðum að gera pabba þinn að aðalmanni“ Loks byggði Guðlaugur á því að stjórn rannsóknar lögreglu hafi verið í höndum spilltra lögreglumanna sem hafi verið á mála hjá umsvifamiklum fíkniefnainnflytjendum. „Ef þú kannast ekki við þessa tösku verðum við að gera pabba þinn að aðalmanni í þessu máli. Það eru bara 3 sem hafa aðgang að þessari geymslu, þú, bróðir þinn og pabbi þinn,“ sagði lögreglumaður í skýrslutöku eins og rakið er í dómi Endurupptökudóms. Taldi dómurinn að þar sem skýrslutaka yfir Guðlaugi hafi farið fram, eftir að faðir hans var handtekinn, sé ekki unnt að líta svo á að lögreglumaðurinn hafi farið með ósannindi eða beitt Guðlaug ólögmætri þvingun. Einnig var litið til þess að sakfelling Hæstaréttar byggði ekki á játningu heldur heildstæðu mati á sönnunargögnum. Ekki var fallist á endurupptöku þótt greining fjármála föðurnum hafi ekki legið fyrir Hæstarétti. Þá var ekki talið að verulegir gallar hafi verið á málinu sen réttlæti endurupptöku og beiðni Guðlaugs hafnað. Dómur Endurupptökudóms. Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira
Fjallað var um mál Guðlaugs þegar hann var árið 2010 dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna peningaþvættis. Í héraði var hann fundinn sekur um að bera höfuðábyrgð á kókaínsmyglinu og verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Guðlaugur neitaði sök á öllum stigum málsins. Annar sakborningur í málinu hafði borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um að fá mann til að flytja fíkniefnin til Íslands, sem hann hafi gert. Fyrir dómi lýsti sakborningurinn hins vegar atvikum á annan veg og bendlaði annan mann við málið. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn hefði fyrir borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum fyrir dómi, væri hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningnum. Var hann því sýknaður af ákæru um innflutninginn sjálfan. Faðir Guðlaugs hafi átt peninginn Guðlaugur var hins vegar ákærður og sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings að fjárhæð samtals 6,6 milljónum króna með sölu fíkniefna. Bar guðlaugur því við að peningurinn væri tilkominn vegna slysabóta, lána til vina með háum vöxtum og pókervinningum. Í dómi Hæstaréttar var rakið að munur á ráðstöfunartekjum og skráðum tekjum Guðlaugs á árinu 2009 og 2010 hafi numið ríflega 17 milljónum króna. Vísað var til þess að hann hafi engar skýringar gefið á þeim verulega mun. Guðlaugur fór fram á að málið yrði tekið til meðferðar á ný fyrir Hæstarétti í desember á síðasta ári. Meðal röksemda Guðlaugs voru að við rannsókn málsins hafi lögregla reynt að knýja fram játningu Guðlaugs með því að hóta að gera föður hans „að sakborningi“ í málinu. Guðlaugur hafði fyrir dómi haldið því fram að faðir hans ætti peninga sem fundust í bankahólfi föðursins. Við skýrslutöku sagðist Guðlaugur hins vegar sjálfur eiga peningana og útskýrði misræmi á þessum skýringum þannig að hann hafi verið að vernda föður sinn. Guðlaugur taldi að lögregla hafi engra gagna aflað um hver hafi farið í umrætt bankahólf þar sem ávinningurinn fannst. Engin rannsókn hafi heldur farið fram á því hvort fjárhagur föður hans hafi verið þannig að hann gæti hafa átt þá peninga sem fundust í bankahólfinu. Þannig hafi dómstóll ekki getað metið á hlutlægan hátt hverjum féð í bankahólfinu tilheyrðu. „Verðum að gera pabba þinn að aðalmanni“ Loks byggði Guðlaugur á því að stjórn rannsóknar lögreglu hafi verið í höndum spilltra lögreglumanna sem hafi verið á mála hjá umsvifamiklum fíkniefnainnflytjendum. „Ef þú kannast ekki við þessa tösku verðum við að gera pabba þinn að aðalmanni í þessu máli. Það eru bara 3 sem hafa aðgang að þessari geymslu, þú, bróðir þinn og pabbi þinn,“ sagði lögreglumaður í skýrslutöku eins og rakið er í dómi Endurupptökudóms. Taldi dómurinn að þar sem skýrslutaka yfir Guðlaugi hafi farið fram, eftir að faðir hans var handtekinn, sé ekki unnt að líta svo á að lögreglumaðurinn hafi farið með ósannindi eða beitt Guðlaug ólögmætri þvingun. Einnig var litið til þess að sakfelling Hæstaréttar byggði ekki á játningu heldur heildstæðu mati á sönnunargögnum. Ekki var fallist á endurupptöku þótt greining fjármála föðurnum hafi ekki legið fyrir Hæstarétti. Þá var ekki talið að verulegir gallar hafi verið á málinu sen réttlæti endurupptöku og beiðni Guðlaugs hafnað. Dómur Endurupptökudóms.
Dómsmál Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Sjá meira