Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason og Atli Ísleifsson skrifa 27. mars 2023 10:03 Björgunarsveitarmenn að störfum í Starmýri í Neskaupstað í morgun. Björgunarsveitin Gerpir Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21