Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. mars 2023 11:22 Snjóflóðið hefur kastað þessum bíl til hliðar. Aðsend Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“ Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03