Vilja breyta orðalagi laganna til að tryggja gagnsæi hjá dómstólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2023 15:43 Sakborningar í stóra kókaínmálinu eru sakaðir um að hafa staðið að innflutningi á um hundrað kílóum af kókaíni. Vísir Þingmenn Viðreisnar hafa lagt til breytingu á lögum um meðferð einka- og sakamála til að skýra lög sem dómstólar hafa undanfarið vísað til þegar þeir hafa takmarkað fréttaflutning úr dómssal. Þingmennirnir segja samfélagið hafa ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum. Um er að ræða orðalagsbreytingu til að skýra þá reglu að fjölmiðlum sé meinað að fjalla í samtíma um það sem einstök vitni greina frá í dómssal. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa túlkað lögin á þann veg að ekki megi segja frá neinu sem fram komi í máli vitna fyrr en þau öll sem eitt lokið vitnisburði. Í frumvarpi að breytingum á lögunum er vísað til stóra kókaínsmálsins sem nú er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hófst 19. janúar en lauk ekki fyrr en í mars. „Er þetta stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur til kasta íslenskra dómstóla. Við upphaf aðalmeðferðar tilkynnti dómari að óheimilt væri að greina frá því sem sakborningur eða vitni segði í skýrslu sinni í þinghaldi meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stæði. Vísaði hann þar til 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála eftir framangreindar breytingar. Skýrslutökur í málinu stóðu yfir í 7 vikur samfleytt og var fjölmiðlum óheimilt að greina frá því sem fram kom við meðferð málsins allan þann tíma,“ segir í greinargerð þingmanna Viðreisnar. Rifjað er upp að í frumvarpi dómsmálaráðherra á sínum tíma var lagt upp með þau nýmæli að óheimilt væri að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem aðili, sakborningur eða vitni skýrði frá við skýrslutöku meðan á henni stæði. Þegar frumvarpið var lagt fram voru þessar breytingar á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála gagnrýndar. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lögðu fram nefndarálit með breytingartillögu á þessum tilteknu greinum (þskj. 1727). Í nefndarálitinu sagði meðal annars: „Umræðan um hvort eða að hvaða marki hljóðupptökur, myndatökur og samtímaendursagnir í dómsal skuli leyfðar er mjög mikilvæg. Þar vegast á sjónarmið um réttaröryggi og friðhelgi sakborninga, aðstandenda og vitna annars vegar og mikilvægi opinberrar og gegnsærrar dómsýslu og frjálsrar fjölmiðlunar í almannaþágu hins vegar.“ Og enn fremur „að fylgni kunni að vera milli þess trausts sem almenningur ber til grunnstofnana ríkisins og svo hins, hversu opinber og skýr starfsemi þeirra er. Þess vegna kunni aukinn aðgangur fjölmiðla að þinghaldi dómstóla, með upptökum eða samtímaendursögnum, að auka skilning fólks á hlutverki og störfum dómsvaldsins og sé þar af leiðandi til þess fallinn að auka traust almennings í garð dómsvaldsins. Minni hlutinn er fylgjandi þeim almennu sjónarmiðum að starfsemi hins opinbera skuli vera eins skýr og opin og kostur er og að slík tilhögun sé líkleg til þess að auka traust og tiltrú almennings á henni.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar taka undir mat minnihlutans og telja það í samræmi við stjórnarskrána þar sem segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. „Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum nema þegar hagsmunir aðila, öryggi ríkisins eða hætta á sakarspjöllum leiða til annars. Í því ljósi eru hér lagðar til breytingar á ákvæðum 9. gr. laga um meðferð einkamála og 11. gr. laga um meðferð sakamála til að taka af allan vafa um að bann við samtímafrásögn eigi eingöngu við þegar aðili, sakborningur eða vitni gefur skýrslu sína en ekki á meðan skýrslutökur standa yfir í lengri tíma,“ segir í frumvarpi Viðreisnar. „Að mati flutningsmanna er hætta á sakarspjöllum til staðar ef aðili máls eða vitni getur fengið upplýsingar um skýrslugjöf annars áður en viðkomandi gefur sína skýrslu. Þegar skýrslutökur standa yfir í lengri tíma þá geta vitni fengið slíkar upplýsingar með öðrum leiðum en í umfjöllun fjölmiðla. Bann við fjölmiðlaumfjöllun við þær aðstæður dregur því ekki úr líkum á sakarspjöllum og hefur ekki önnur áhrif en að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum í annars opnu þinghaldi.“ Því sé lagt til að í stað orðanna „greina frá því sem aðili eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð einkamála og „greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð sakamála komi: „greina frá í samtíma því sem aðili eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í fyrrgreindu lögunum og „greina frá í samtíma því sem sakborningur eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í þeim síðargreindu. Með þessum breytingum verði tryggt að bann við samtímafrásögn gildi aðeins meðan skýrslutaka hvers aðila eða vitnis stendur yfir og nái ekki yfir lengra tímabil. „Þannig verður unnt að koma í veg fyrir sakarspjöll án þess að takmarka aðgengi fjölmiðla að dómstólum umfram það sem rétt og eðlilegt getur talist. Frumvarpið gætir þannig betur að frelsi fjölmiðla og styður við mikilvægi þeirra í opinni og lýðræðislegri umræðu.“ Flutningsmenn telja þessa breytingu einnig vera í samræmi við vilja löggjafans þegar frumvarpið sem varð að lögum var samþykkt 2019. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flutti fréttir af málinu nokkrum dögum áður en aðalmeðferðinni lauk. Dómari í málinu boðaði blaðamann og ritstjóra miðilsins fyrir dóm og gaf honum kost á að skýra sitt mál. Dómari ákvað að ekki væri tilefni til að refsa miðlinum fyrir að hafa farið á svig við skilaboð dómara. Dóms er að vænta í stóra kókaínmálinu á næstu einum til tveimur vikum. Fjölmiðlar Alþingi Stóra kókaínmálið 2022 Dómstólar Viðreisn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Um er að ræða orðalagsbreytingu til að skýra þá reglu að fjölmiðlum sé meinað að fjalla í samtíma um það sem einstök vitni greina frá í dómssal. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa túlkað lögin á þann veg að ekki megi segja frá neinu sem fram komi í máli vitna fyrr en þau öll sem eitt lokið vitnisburði. Í frumvarpi að breytingum á lögunum er vísað til stóra kókaínsmálsins sem nú er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hófst 19. janúar en lauk ekki fyrr en í mars. „Er þetta stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur til kasta íslenskra dómstóla. Við upphaf aðalmeðferðar tilkynnti dómari að óheimilt væri að greina frá því sem sakborningur eða vitni segði í skýrslu sinni í þinghaldi meðan á skýrslutökum við aðalmeðferð stæði. Vísaði hann þar til 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála eftir framangreindar breytingar. Skýrslutökur í málinu stóðu yfir í 7 vikur samfleytt og var fjölmiðlum óheimilt að greina frá því sem fram kom við meðferð málsins allan þann tíma,“ segir í greinargerð þingmanna Viðreisnar. Rifjað er upp að í frumvarpi dómsmálaráðherra á sínum tíma var lagt upp með þau nýmæli að óheimilt væri að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem aðili, sakborningur eða vitni skýrði frá við skýrslutöku meðan á henni stæði. Þegar frumvarpið var lagt fram voru þessar breytingar á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála gagnrýndar. Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lögðu fram nefndarálit með breytingartillögu á þessum tilteknu greinum (þskj. 1727). Í nefndarálitinu sagði meðal annars: „Umræðan um hvort eða að hvaða marki hljóðupptökur, myndatökur og samtímaendursagnir í dómsal skuli leyfðar er mjög mikilvæg. Þar vegast á sjónarmið um réttaröryggi og friðhelgi sakborninga, aðstandenda og vitna annars vegar og mikilvægi opinberrar og gegnsærrar dómsýslu og frjálsrar fjölmiðlunar í almannaþágu hins vegar.“ Og enn fremur „að fylgni kunni að vera milli þess trausts sem almenningur ber til grunnstofnana ríkisins og svo hins, hversu opinber og skýr starfsemi þeirra er. Þess vegna kunni aukinn aðgangur fjölmiðla að þinghaldi dómstóla, með upptökum eða samtímaendursögnum, að auka skilning fólks á hlutverki og störfum dómsvaldsins og sé þar af leiðandi til þess fallinn að auka traust almennings í garð dómsvaldsins. Minni hlutinn er fylgjandi þeim almennu sjónarmiðum að starfsemi hins opinbera skuli vera eins skýr og opin og kostur er og að slík tilhögun sé líkleg til þess að auka traust og tiltrú almennings á henni.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar taka undir mat minnihlutans og telja það í samræmi við stjórnarskrána þar sem segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði. „Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að starfsemi dómstóla sé gagnsæ og fari fram fyrir opnum tjöldum nema þegar hagsmunir aðila, öryggi ríkisins eða hætta á sakarspjöllum leiða til annars. Í því ljósi eru hér lagðar til breytingar á ákvæðum 9. gr. laga um meðferð einkamála og 11. gr. laga um meðferð sakamála til að taka af allan vafa um að bann við samtímafrásögn eigi eingöngu við þegar aðili, sakborningur eða vitni gefur skýrslu sína en ekki á meðan skýrslutökur standa yfir í lengri tíma,“ segir í frumvarpi Viðreisnar. „Að mati flutningsmanna er hætta á sakarspjöllum til staðar ef aðili máls eða vitni getur fengið upplýsingar um skýrslugjöf annars áður en viðkomandi gefur sína skýrslu. Þegar skýrslutökur standa yfir í lengri tíma þá geta vitni fengið slíkar upplýsingar með öðrum leiðum en í umfjöllun fjölmiðla. Bann við fjölmiðlaumfjöllun við þær aðstæður dregur því ekki úr líkum á sakarspjöllum og hefur ekki önnur áhrif en að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum í annars opnu þinghaldi.“ Því sé lagt til að í stað orðanna „greina frá því sem aðili eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð einkamála og „greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur“ í lögum um meðferð sakamála komi: „greina frá í samtíma því sem aðili eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í fyrrgreindu lögunum og „greina frá í samtíma því sem sakborningur eða vitni skýrir frá á meðan skýrslutaka yfir viðkomandi stendur yfir“ í þeim síðargreindu. Með þessum breytingum verði tryggt að bann við samtímafrásögn gildi aðeins meðan skýrslutaka hvers aðila eða vitnis stendur yfir og nái ekki yfir lengra tímabil. „Þannig verður unnt að koma í veg fyrir sakarspjöll án þess að takmarka aðgengi fjölmiðla að dómstólum umfram það sem rétt og eðlilegt getur talist. Frumvarpið gætir þannig betur að frelsi fjölmiðla og styður við mikilvægi þeirra í opinni og lýðræðislegri umræðu.“ Flutningsmenn telja þessa breytingu einnig vera í samræmi við vilja löggjafans þegar frumvarpið sem varð að lögum var samþykkt 2019. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar flutti fréttir af málinu nokkrum dögum áður en aðalmeðferðinni lauk. Dómari í málinu boðaði blaðamann og ritstjóra miðilsins fyrir dóm og gaf honum kost á að skýra sitt mál. Dómari ákvað að ekki væri tilefni til að refsa miðlinum fyrir að hafa farið á svig við skilaboð dómara. Dóms er að vænta í stóra kókaínmálinu á næstu einum til tveimur vikum.
Fjölmiðlar Alþingi Stóra kókaínmálið 2022 Dómstólar Viðreisn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent