Áfall fyrir Viggó eftir æðislegt tímabil Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 15:57 Viggó Kristjánsson þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í læri. Getty/Hendrik Schmidt Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku. Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira