Höllin í eldri kantinum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2023 23:01 Arnór Snær í baráttunni í Evrópudeildinni fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson, skytta Valsliðsins sem mætir Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta á morgun, segist spenntur fyrir að leika í góðri stemningu í keppnishöll sem komin til ára sinna. Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Valsliðið æfði í keppnishöllinni í morgun en sú var byggð árið 1967 og er sætalaus. Í stað stakra sæta eru trébekkir allan hringinn, eitthvað sem kom leikmönnum liðsins á óvart að sjá. „Höllin var allt í lagi, í eldri kantinum og aðeins öðruvísi en maður bjóst við. Hún var samt mjög flott enda flestar hallir í Þýskalandi mjög flottar,“ „Þegar það eru áhorfendur lítur hún mjög vel út en þegar hún er tóm er hún kannski allt í lagi bara,“ segir Arnór. Klippa: Arnór Snær í Göppingen Líklega verður uppselt á leikinn á morgun og öll 5.600 sætin á bekkjum hallarinnar verði setin. Arnór er spenntur fyrir stemningunni en segir einbeitinguna þó helst á því sem gerist innan vallar. „Ég býst við því. Ég vona að það verði frábær stemning,“ „Mér finnst ótrúlega gaman að spila þegar það eru margir og það er mikil stemning. Við hugsanlega pælum ekkert í því þegar maður er byrjaður að spila. Maður gleymir því oft þegar maður er kominn inn á völlinn að hlusta í áhorfendum eða svoleiðis, maður einblínir bara á leikinn,“ segir Arnór. Markmiðið að vinna Göppingen vann fyrri leik liðanna með sjö marka mun og það er því verk að vinna annað kvöld. Varðandi hvaða umbætur þurfi segir Arnór: „Það er þetta klassíska, loka vörninni, nýta dauðafærin og passa þessa tæknifeila, við vorum með allt of mikið af þeim síðast.“ Arnór segir markmiðið að vinna leik morgundagsins. „Markmiðið er bara að koma hingað og vinna. Við ætlum að gera okkar besta. Reyna að vinna leikinn og við sjáum svo bara til hvernig það fer.“ Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnór Snæ sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn