„Okkur langar að dreyma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 08:01 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira