Í upphafi skyldi endinn skoða Kristófer Már Maronsson skrifar 28. mars 2023 07:30 „Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
„Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði. Allir þurfa að greiða 15,5% í skyldusparnað - en sumir sjóðir bjóða betur en aðrir. Sjóðir eins og Almenni Lífeyrissjóðurinn bjóða upp á að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð. Þá getur hver sem er einnig sparað aukalega í séreignarsjóð og fengið mótframlag frá vinnuveitanda. Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Það getur skipt sköpum að átta sig á þessu 20 ára frekar en 40 ára. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa, hámarka greiðslu í séreignarsparnað o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Meira frelsi vekur áhuga á lífeyrismálum Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil beita mér fyrir auknu frelsi sjóðfélaga og vekja áhuga fólks á lífeyrismálum. Almenni Lífeyrissjóðurinn er að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að kynningarmálum og er einn af fáum sjóðum þar sem sjóðfélagar kjósa stjórn í rafrænum kosningum. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Ég vil einnig bæta við ávöxtunarleið fyrir séreignarsparnað. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver sjóðfélagi getur sett eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili, t.d. árlega. Þetta yrði auðvitað ekki skylda heldur val og slík breyting hefði hvorki áhrif á samtryggingarsjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Ég hlakka til að vinna með öðru stjórnarfólki, starfsfólki og sjóðfélögum að útfærslum að auknu frelsi nái ég kjöri. Ég tel að með því að veita fólki aukið frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar mætti vekja áhuga fólks á lífeyrismálum og þannig auka líkur á því að ein stærsta fjárfesting ævinnar verði hámörkuð. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa .
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar