Lífið

„Einhverfa sést ekkert“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drómi hefur nú framleitt sína fyrstu stuttmynd.
Drómi hefur nú framleitt sína fyrstu stuttmynd.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Drómi Hauksson er með einhverfu en hann gerði á dögunum sautján mínútna stuttmynd um það hvernig einhverfir sjá heiminn ólíkt öðrum.

Hann er 21 árs og er útskrifaður úr Kvikmyndaskólanum. Rætt var við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Stuttmyndin ber heitið Mitt litla skjól. „Þessi mynd á að taka fyrir að einhverfa sést ekkert og ég er með einhverfu og var greindur ungur með Asperger sem er þannig séð ekkert minni einhverfa en einhver önnur. Ég segi alveg að ég sé með einhverfu og fólk upplifir þetta bara misjafnlega. Menn eru algjörlega hættir að tala um eitthvað sem kallast Asperger,“ segir Drómi og heldur áfram.

„Í mínu tilfelli fæ ég mikla ástríðu fyrir hlutum eins og kvikmyndagerð og ég næ virkilega að sökkva mér inn í það. Þar liggur áhuginn og það kom mjög fljótt í ljós. Myndin fjallar um strák sem vill bjóða stelpu með sér á tónleika en hann er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að segja henni frá því að hann sé einhverfur og vera hann sjálfur. Eða bara leika hvernig hann heldur að samfélagið vilji sjá hann.“

Drómi segir að sagan sé í raun hans.

„Þetta kom fyrir mig raunverulega en núna er sagan með smá tvisti. Þetta gerist í Grundarfirði en þar á ég fjölskyldu og þykir mjög vænt um þann bæ og fer oft þangað. Ég er ekki viss um að svona hafi verið gert áður, þar sem ég og báðir leikararnir erum einhverf. Mér finnst vanta meiri fræðslu komandi frá einhverjum sem þekkir þetta.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×