Er VM orðið spilltasta stéttarfélag landsins? Guðmundur Ragnarsson skrifar 28. mars 2023 11:00 Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Stéttarfélög Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á. Formaðurinn komið fram í fjölmiðlum og sagt réttamæta gagnrýni verða uppspuna og lygi. Stjórnarmenn hafa þagað þunnu hljóði þó þeir viti að formaður félagsins hafi farið fram í fjölmiðlum með ósannindi. Stjórnarmaður sagði sig úr stjórn og úr félaginu eftir síðasta stjórnarkjör, þegar hann sá fram á það að tilraunir hans til að fá upplýsingar um meðferð og samþykktir fyrir hundruðum milljóna króna úr sjóðum félagsins yrði ekki svarað og hann fengi ekki stuðning annarra stjórnarmanna. Tíu félagsmenn þar á meðal fyrrverandi stjórnarmenn til margra ára og með áratuga setu í stjórn VM og Vélstjórafélagi Íslands sendu skriflega fyrirspurn 3. nóvember 2022 til stjórnar félagsins um meint lögbrot og meðferð á fjármunum félagsins sem stjórnin ætlar ekki að svara skriflega samkvæmt síðasta svari hennar. Þessar fyrirspurnir er hægt að nálgast á facebook síðu,: Guðmundur Ragnarsson – VM. Meðal þeirra sem skrifuðu undir fyrirspurnirnar er einstaklingur sem kom einna mest að þeirri vinnu að semja lög VM, þegar Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna sameinuðust og til varð VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Hann veit hvað lögð var mikil vinna í það að tryggja að meðferð fjármuna félagsins yrði varin fyrir misnotkun og sóun. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélags er meðferð fjármuna þess. Auk hans eru félagsmenn sem ekki hafa getað fengið skýringar á starfsemi félagsins hjá stjórnarmönnum þó þeir hafi ítrekað reynt það. Á hvaða stað erum við komin með stéttarfélagið okkar? Það er sorglegt að verða vitni að því hvað mörgum félagsmönnum VM virðist vera sama þó lög félagsins séu ítrekað brotin. Hafi formaður VM farið vísvitandi fram í fjölmiðlum með rangt mál ber honum að segja af sér. Óheiðarleika og lygar á ekki að líða í stéttarfélagi eins og VM. Stjórn VM ber að lýsa yfir vantrausti á núverandi formann og víkja honum fyrir það að virða ekki lög félagsins sem hann hefur ítrekað brotið og unnið á bak við stjórn félagsins. Að stjórn VM ætli að svara fyrirspurnunum á félagsfundi eins og hún hefur boðað en ekki skriflega lýsir best ástandinu í félaginu og hver fer með rétt mál. Það á kannski að hafa hann eins og fulltrúaráðsfundinn í febrúar 2022 þar sem formaður og stjórn stýrðu hverjir kæmu á fundinn til að fá fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Hvar erum við stödd sem samfélag? Hvernig ætlar stjórn VM að senda frá sér gagnrýna ályktun um svindl, spillingu og óheiðaleg vinnubrögð í samfélaginu og hvernig getur stjórnin haldið áfram að vinna í þessum feluleik? Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt og fyrirspurnum svarað. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann til að kaupa sér velvild annarsstaðar vegna eigin getuleysis eða fyrir ótiltekna gæðinga sem hann er að þóknast. Björgum félaginu okkar. Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takt við þjóðfélagsbreytingar og breytta tíma. Breytingarnar þurfa hins vegar að vera unnar félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast af hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega, hún rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á félags- eða aðalfundi. Í þessu ferli geta orðið verulegar breytingar því félagsmönnum þóknast þær ekki, þannig á stéttarfélag að vinna. Það hefur ekki verið raunin í VM síðustu ár. Það var reynt að koma þessum lögbrotum á framfæri í síðasta formanns- og stjórnakjöri hjá félaginu. Þegar allri gagnrýni er svarað sem lygi og áróðri og flestir stjórnarmenn þegja er erfitt um vik. Það er alltaf verið að tala um lögbrot og siðleysi í Eflingu, en að mínu viti hafa vinnubrögðin í VM verið miklu verri þar sem brot á lögum félagsins er öllum ljós sem það vilja sjá. Það hefur vakið furðu mína hvað fjölmiðlar hafa haft lítinn áhuga á þessum vinnubrögðum innan VM. Það á aldrei að gefast upp. Þegar menn verða uppvísir af lögbrotum og siðleysi þá á aldrei að hætta að koma því á framfæri fyrr en sannleikurinn fær að koma fram og viðkomandi látinn axla ábyrgð. Það er sorglegt að sjá það plan sem stéttarfélagið okkar er komið á. Getulaust til að vinna eins og alvöru stéttarfélag á að gera. Endurheimtum félagið okkar aftur sem öflugt og heiðarlegt stéttarfélag sem getur starfað eðlilega og látið í sér heyra eins og alvöru stéttarfélög eiga að gera. Kveðja, Guðmundur Ragnarsson Höfundur er félagsmaður og fyrrverandi formaður VM.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun