Íslenski boltinn

Blikum spáð Íslandsmeistaratitlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðablik Íslandsmeistarar. Besta deild karla sumar 2022 Fótbolti KSÍ.
Breiðablik Íslandsmeistarar. Besta deild karla sumar 2022 Fótbolti KSÍ. vísir/hulda margrét

Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík og HK er spáð falli.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildarinnar í höfuðstöðvum Vodafone í dag.

Ef spáin rætist verja Blikar Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu á afar sannfærandi hátt í fyrra. Breiðablik fékk 390 stig í spánni, 23 stigum meira en Valur. Bikarmeisturum Víkings er svo spáð 3. sætinu.

Nýliðar HK fengu fæst stig í spánni, eða 62. Þar á undan koma Keflavík og svo hinir nýliðarnir, Fylkir.

Samkvæmt spánni enda ÍBV og Fram í sömu sætum og á síðasta tímabili en Stjarnan fer niður um tvö sæti og kemst ekki í úrslitakeppni efri hlutans.

Ef spáin rætist fer KA úr 2. sætinu í það fjórða, KR niður um eitt sæti og í það fimmta en FH hífir sig upp um fjögur sæti; fer úr því tíunda í það sjötta og kemst þar með í úrslitakeppni efri hlutans.

Keppni í Bestu deildinni hefst með heilli umferð annan í páskum, mánudaginn 10. apríl.

Spáin 2023

  1. Breiðablik - 390
  2. Valur - 367
  3. Víkingur - 346
  4. KA - 282
  5. KR - 265
  6. FH - 232
  7. Stjarnan - 215
  8. ÍBV - 167
  9. Fram - 146
  10. Fylkir - 97
  11. Keflavík - 85
  12. HK - 62



Fleiri fréttir

Sjá meira


×