Lífeyrismál unga fólksins Kristófer Már Maronsson skrifar 29. mars 2023 08:01 Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun