Innlent

Rýmingu af­létt að hluta til

Máni Snær Þorláksson skrifar
Svona voru aðstæður eftir að snjóflóð féll á hús við Starmýri í Neskaupstað í gærmorgun.
Svona voru aðstæður eftir að snjóflóð féll á hús við Starmýri í Neskaupstað í gærmorgun. Landsbjörg

Ákveðuð hefur að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í Neskaupstað og á Seyðisfirði í gær. Þetta var ákveðið í kjölfar þess sem Veðurstofa Íslans mat aðstæður á Austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu í dag.

Fjölmörg hús voru rýmd í kjölfar snjóflóðanna sem féllu fyrir austan í gær. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur nú fram hvar rýmingu hefur verið aflétt en þær upplýsingar má sjá hér fyrir neðan:


Í Neskaupstað er rýmingu aflétt fyrir hús við:

Urðarteig 2,4,6,8,10,12,12a,14,16,18,20,22,26,28,37a

Hlíðargötu 12,14,16,16a,18,22,24,26,28,32,34

Blómsturvelli 1a,1,3,5,7,9,11,13,15,17,21,25,27,33,35,37,39,41,43,45,47,49

Víðimýri 1,3,5,7,9,11,12

Á Seyðisfirði er rýmingu aflétt á Gilsbakka 1 og Hamrabakka 8 til 12.


Þó svo að nú sé búið að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru þá vekur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra athygli á því að veðurspá fyrir seinnipart dags á morgun og fimmtudag er ekki góð.

Á fimmtudaginn tekur gul viðvörun gildi að nýju vegna snjókomu og verður hún í gildi í heilan sólarhring. Búist er við talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenning með þungri færð og lélegu skyggni.

„Því kann að koma til rýmingar að nýju.“

Enn er snjóflóðahætta fyrir austan, eitt snjóflóð féll til að mynda á Fagradalsveg í dag. Hættustig er enn í gildi á Eskifirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×