Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2023 11:44 Frá Neskaupstað í morgun. Landsbjörg Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27