Innlent

Rýmingar á­fram í gildi og mögu­legt að þær verði víð­tækari

Atli Ísleifsson skrifar
Hugsanlegt er að rýma þurfi að nýju þau hús í Neskaupstað sem aflétt var af í gær.
Hugsanlegt er að rýma þurfi að nýju þau hús í Neskaupstað sem aflétt var af í gær. Landsbjörg

Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær.

Þetta er niðurstaða fundar aðgerðastjórnar á Austurlandi með fulltrúum Veðurstofu í morgun þar sem aðstæður á Austurlandi voru metnar með tilliti til áframhaldandi rýminga. Fjöldi snjóflóað féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. 

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi segir að á Eskifirði sé reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. 

Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu)

Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu)

„Veðurspáin nú gerir ráð fyrir að rigning geti fylgt í kjölfar snjókomu og þá hláku og mögulegum krapaflóðum. Unnið er að viðbúnaði með sveitarfélögum vegna hugsanlegra krapaflóða meðal annars en.

Íbúar hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum og fara varlega næstu daga,“ segir í tilkynningunni. 

Appelsínugul viðvörun tekur gildi í kvöld klukkan 19, en snjóflóðahætta er metin mjög mikil í landshlutanum næstu daga.


Tengdar fréttir

Rýmingu af­létt að hluta til

Ákveðuð hefur að aflétta rýmingu á hluta þeirra húsa sem rýmd voru í Neskaupstað og á Seyðisfirði í gær. Þetta var ákveðið í kjölfar þess sem Veðurstofa Íslans mat aðstæður á Austfjörðum með tilliti til snjóflóðahættu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×