Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 14:10 Mikið hefur snjóað á Austfjörðum síðustu daga. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær. Vísir/Sigurjón Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira