Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 14:21 Lýður B. Skarphéðinsson eigandi Eins og fætur toga er sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningum. Eins og fætur toga Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða. Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fyrirtækið er í eigu Lýðs B. Skarphéðinssonar og Elvu Bjarkar Sveinsdóttur en félagið var stofnað árið 2010. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í göngugreiningu hjá fyrirtækinu, bæði í Kringlunni og síðar á Höfðabakka, og fengið innlegg til að bæta líðan sína. Það var einmitt á Facebook-síðu fyrirtækisins í síðustu viku sem óvænt tilkynning barst. „Góðan dag. Verslanirnar eru báðar tímabundið lokaðar. Önnur tilkynning verður birt fljótlega. Biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ sagði í tilkynningunni. Vísað var á lögfræðing hjá lögfræðistofunni Logos fyrir frekari fyrirspurnir. Viðskiptavinir brugðust áhyggjufullir við. Sumir vegna þess að þeir höfðu ekki fengið innlegg afhent en þegar greitt fyrir þau. Aðrir að óttast að vandræði væru með viðskiptin og búðin væri að leggjast af. Viðskiptavinir hafa lýst yfir áhyggjum við tilkynningu á Facebook-síðu Fætur toga. Lýður segir í samtali við Vísi að staðan sé viðkvæm í augnablikinu. „Þetta kom gjörsamlega aftan að okkur. Það er verið að vinna í því að opna aftur,“ segir Lýður. Enga uppgjöf sé á þeim að finna og málið sé í skoðun. Það sé þó ekki alfarið í þeirra höndum. Vonast til að selja reksturinn „Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta,“ segir Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá Logos. Guðbjörg Helga Hjartardóttir hefur verið skipaður skiptastjóri og sjá þau Bjarki um uppgjörið. Vefsíðu fyrirtækisins hefur verið lokað en Facebook-síðan er enn opin. „Við vonumst til þess að koma þessu aftur í rekstur. Að við náum að selja hann aftur eða eitthvað slíkt.“ Bjarki segir að kröfuhafi hafi farið fram á gjaldþrotaskipti sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á í síðustu viku. Samdægurs hafi lögmennirnir farið í verslunirnar, í Kringlunni og uppi á Höfða, og fengið þeim lokað. Bjarki vill ekki upplýsa hver kröfuhafinn um gjaldþrotaskipti sé. Bjarki segist svara áhyggjufullum viðskiptavinum með þeim hætti að verið sé að vinna í málinu og haft verði samband við þá í næstu viku. Þau innlegg sem greitt hafi verið fyrir verði afhent þegar málin hafa skýrst. Í innköllun í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla sem telji sig eiga kröfur á hendur félaginu að lýsa þeim yfir innan tveggja mánaða.
Gjaldþrot Heilsa Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira