Sænskar sættir: „Ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 16:00 Janne Andersson og Bojan Djordjic skildu sáttir. expressen Sættir hafa náðst í deilu þjálfara sænska karlalandsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, og Bojan Djordjic. Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“ Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira