Sænskar sættir: „Ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 16:00 Janne Andersson og Bojan Djordjic skildu sáttir. expressen Sættir hafa náðst í deilu þjálfara sænska karlalandsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, og Bojan Djordjic. Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“ Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira