Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu á þessu ári Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 17:41 Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali 3,8 prósent. Á sama tíma var mikil mannfjöldaaukning en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 2,7 prósent. Atvinnuþátttaka jókst einnig og var 80,1 prósent samanborið við 78,8 prósent árið 2021. Gert er ráð fyrir að staða á vinnumarkaði verði áfram sterk í ár og atvinnuleysi að meðaltali 3,8 prósent líkt og í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu. Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu.
Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent