Finnst þetta vera vanmetinn titill Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. mars 2023 22:30 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Keflavík átti í basli með Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en var þó með 5 stiga forystu í hálfleik 46-41. „Við vorum ekki nógu beittar varnarlega í fyrri hálfleik. Við hleypum þeim í of auðvelda hluti sem við vildum ekki að þær væru að fara í. Sóknarlega vorum við kannski að flýta okkur full mikið og boltinn var aðeins of mikið fyrir utan þriggja stiga línuna að mínu mati. Seinni hálfleikur var flottur. Það var mikil ákefð í okkur sem ég var mjög ánægður með.“ Framundan hjá Keflavík er einvígi í úrslitakeppninni við Njarðvík og Hörður vill sjá sitt lið mæta af meiri krafti til leiks þegar kemur að því, en það gerði í kvöld. „Við þurfum að vera beittari, sérstaklega í fyrri hálfleik, og við munum fara yfir þennan leik, eins og aðra leiki, og sjá hvað við getum gert betur.“ Hörður vildi þó ekki gera of mikið úr þessum leik sem vitað var fyrir fram að myndi ekki breyta neinu um stöðuna í deildinni. „Nú er kannski annað sem bíður okkar og við erum ekkert að rýna of mikið í þennan leik. Það er skrítið að spila svona leiki þar sem ekkert er undir og verið að spila fyrir lítið. Fjölnir var ekki að spila fyrir neitt nema stoltið og við vorum að spila til að halda okkur í dampi og gír. Þetta var skrítinn leikur en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Keflvíkingar fengu afhent verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn eftir leik. Það eru misjafnar skoðanir uppi meðal körfuboltaáhugamanna hversu miklu máli sá titill skiptir. Hörður er á því að þessi titill skipti máli. „Mér finnst þetta vera vanmetinn titill. Þetta er áfangasigur fyrir mér. Hann þýðir að við erum búin að vera heilt yfir besta liðið í vetur. Það er staðreynd sem taflan sýnir en á sama tíma þá er þetta áfangasigur sem gerir það að verkum að nú kemur nýr áfangi sem við þurfum að tækla af mikilli yfirvegun. Við þurfum að fara ekki of hátt upp við það að hafa fengið þennan titil en þetta er eitthvað sem við erum stoltar af. Þetta er eitthvað sem við munum nota í framhaldinu.“ Herði líst vel á komandi einvígi við Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þessi fjögur lið sem eftir eru eru öll hörkugóð. Þetta eru bestu liðin á landinu. Ég er mjög spenntur fyrir því einvígi. Við erum með fullt sem okkur langar til að gera á móti þeim, margt sem við erum búin að sýna áður og margt sem við erum ekki búin að sýna áður.“ „Það er erfitt að halda einbeitingu vitandi það hverjum þú ert að fara að spila á móti í úrslitakeppninni. Stórt hrós á stelpurnar að ná að halda einbeitingu í þessum leik og klára hann með mikilli virðingu fyrir leiknum,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum og gekk því næst á brott með verðlaunapening, fyrir deildarmeistaratitilinn, um hálsinn.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira