FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2023 11:45 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021. Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns. FH Besta deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar, sem lesa má hér, segir að FH skuli sæta banni í eitt félagaskiptatímabil ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck innan mánaðar. FH hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hjörvar Hafliðason birti úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar á Twitter síðu Dr. Football. Þar segir: „Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabann í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu saminga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp.“ Stórar fréttir í hús. pic.twitter.com/Aw0DwQIPN4— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 30, 2023 Nái FH ekki að gera upp við Morten Beck á næstu 30 dögum virðist því ljóst að FH getur ekki fengið til sín leikmenn í félagsskiptaglugganum í sumar. Í samtali við Vísi um miðjan mars sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, að krafa leikmannsins næmi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Forsaga málsins er sú að Morten Beck var leikmaður FH á árunum 2019-2021. Hann fékk laun sín greidd sem verktaki en taldi sig hafa gert launþegasamning við FH-inga, og að þar með hefði knattspyrnudeild FH átt að bera ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ úrskurðaði Morten Beck í vil í ágúst síðastliðnum og í kjölfarið freistaði Morten Beck þess að semja við FH um greiðslur. Lögmaður hans fundaði með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar til að ná samkomulagi, þar sem að í úrskurði samninga- og félagaskiptanefndar var engin afstaða tekin til þess hve háa upphæð Morten Beck ætti inni. Sá fundur skilaði hins vegar engri niðurstöðu og á endanum kærði Daninn FH til aga- og úrskurðarnefndar, og krafðist sektar og félagaskiptabanns.
FH Besta deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira